Kaffiklúbburinn - Ferðalag í hverjum bolla

Skilmálar

Kaffiklúbburinn ehf, kt 521110-0660 og kaupandi gera með sér svohljóðandi samning.

Tilgangur samkomulagsins er að Kaffiklúbburinn selji kaupanda áskrift að mánaðarlegri sendingu af kaffi

Samningur þessi tekur gildi við stofnun notanda á vefsíðunni kaffiklubburinn.is

Samningur þessi er uppsegjanlegur með 1 mánaðar fyrirvara.

Uppsögnin skal miðast við mánaðarmót.

Kaupandi skal greiða mánaðargjald fram að þeim tíma þegar samningur fellur úr gildi.

Vilji kaupandi segja upp samningnum ber honum að gera það inni á vefsvæðinu sínu á kaffiklubburinn.is á undirsíðunni "Hafa samband" eða í gegnum tölvupóst kaffiklubburinn (at) kaffiklubburinn.is

Það er á ábyrgð kaupanda að segja upp áskrift.

Afhending/afgreiðslutími

Kaffið er sent út með Póstinum. Kaffið fer almennt í póst í annari viku hvers mánaðar. Í einstaka tilvikum getur það tafist um 1-2 vikur ef upp koma erfiðleikar við innfluting á kaffinu.

Verð vöru

Mánaðarlegt gjald í Kaffiklúbbnum er 3.690 kr með VSK. Innifalið í því gjaldi er sendingargjald. Takist ekki að rukka kort verður stofnuð krafa í heimabanka viðkomandi.

Vöruskil og endurgreiðslur

Ekki er hægt að endursenda/skila kaffinu eða fá endurgreitt. Mikilvægt er að afskrá sig tímanlega. Þetta er tilkomið vegna þess að við þurfum að panta kaffið miðað við fjölda meðlima hverju sinni.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Sendingar úr kerfi Verslunar kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir vefverslunnarinnar geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum.

Varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Kaffiklúbbsins á grundvelli ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

Ábyrgð

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir sé þess krafist. Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.

Við biðjum meðlimi að vinsamlegast láta okkur vita ef kaffið skilar sér ekki á innan við 2 vikum frá þeim tíma sem við tilkynnum að það hafi verið sett í póst (tilkynningar eru sendar í tölvupósti og á samfélagsmiðlunum okkar). Eftir þann tíma telst sendingin afgreidd og varan ekki bætt.

Hafa samband Skilmálar Við erum á Facebook 461 2000
Kaffiklúbburinn ehf - KT: 521110-0660 - VSK númer: 115631 Suðurlandsbraut 4A