Kaffiklúbburinn - Ferðalag í hverjum bolla

Kaffilöndin

Vissir þú að það er aðeins hægt að rækta kaffi í ákveðnum löndum ? Þó svo að menning og hefðir hafi mikið með kaffiframleiðslu að gera þá stjórnast hún fyrst og fremst af staðsetningu.


Nánast allt kaffi sem ræktað er í heiminum er ræktað í hinu svokallaða kaffibelti. Kaffibeltið er svæði um miðbik jarðar og hefur að geyma um 50 lönd sem framleiða yfir 9 milljón tonn af kaffi á ári. Beltið umvefur miðbaug í gegnum Mið og Suður Ameríku, Asíu og Afríku. Upprunaland kaffi er talið vera Eþíópía sem er staðsett rétt fyrir ofan miðbaug, svo það er ekki skrítið að önnur lönd í kaffiframleiðslu þurfi svipaðar aðstæður. Beltið teygir anga sína frá Mexíkó til Brasilíu, Jemen til Simbabve og Indlandi til Papúa Nýja-Gínea í gegnum græn og suðræn svæði með þessháttar veðurfar. En af hverju vaxa kaffiplöntur aðeins innan kaffibeltisins ? Kaffiplantan þarf næringaríkan jarðveg og milt veðurfar en einnig mikla rigningu og skugga sólarinnar. Öll lönd kaffibeltisins eru með milt veðurfar, nóg af rigningu og þurra árstíð. Mörg löndin eru einnig heimili eldfjalla sem verður til þess að jarðvegurinn er einkar næringaríkur.



Kaffiframleiðsla á ári

{country.yearly_production | decimalnumber} tonn

{country.name}

{country.description}

Hafa samband Skilmálar Við erum á Facebook 461 2000
Kaffiklúbburinn ehf - KT: 521110-0660 - VSK númer: 115631 Suðurlandsbraut 4A