Öll vitum við að kaffi verður til úr kaffibaunum sem vaxa á trjám í kaffibeltinu. En hver uppgötvaði kaffi? Hverjir drekka mest af kaffi og hvaða kaffi er sterkasta kaffi í heimi? Það má segja að kaffi sé ótæmandi uppspretta skemmtilegra staðreynda og við ætlum að tæpa á nokkrum hér að neðan:
Í einum kaffibolla eru svo sirka 80 kaffibaunir, hvorki meira né minna!
Má það teljast nokkuð lýsandi nafn, en það inniheldur fjórum sinnum meira koffínmagn en hefðbundið kaffi.
Á nýlegum lista yfir þau lönd sem neyta mest af kaffi er Ísland í þriðja sæti, Noregur í öðru og Finnland á toppnum.
Var drykkja kaffis þá aðallega tengd trúarlegum athöfnum. Frakkar kynntu síðar til sögunnar fyrstu almennu espresso-vélina árið 1843.
Ein stærsta þjóðsagan sem snýr að kaffi segir að töfrar kaffis hafi fyrst verið uppgötvaðir í kringum 850 e.kr. þegar að geitahirðir í Eþíópíu tók eftir breytingum á geitum sínum (urðu verulega sprækar) eftir að þær höfðu nartað á kaffiplöntunum. Aðrir segja að kaffi hafi verið uppgötvað jafnvel ennþá fyrr í Yemen.
Víetnam og Kólumbía eru í öðru og þriðja sæti.
Mælum ekki með tilraunum til að afsanna þá kenningu.
Baunirnar byrja grænar og eftir því sem þær þroskast verða þær gular, appelsínugular eða rauðar, eftir tegund kaffiplöntunnar.
Ákveðnar tegundir eru vinsælastar í kaffiræktuninni, en skógar Eþíópíu geyma þó þúsundir fjölbreyttra tegunda sem enn á eftir að prófa að rækta.
Kaffiplöntur eru vægast sagt seinþroska, þær taka sér tíu ár til að verða fullþroska og geta lifað í allt að 100 ár.
Í bréfi sem Lárus Gottrup lögmaður skrifaði Árna Magnússyni prófessor og handritasafnara.
Þangað til næst!
xx Kaffiklúbburinn
Í hverjum mánuði fá meðlimir tvo skammta af kaffi