Kaffiklúbburinn - Ferðalag í hverjum bolla

Kaffibaunir vs. malað kaffi

Hvort hentar mér?

Kaffiklúbburinn býður þér upp á að fá sendar heim heilar kaffibaunir eða malaðar kaffibaunir. Skoðum muninn á þessum tveimur valkostum hér að neðan.  Kaffiupplifunin veltur nefnilega svolítið á því hvort þú velur baunir eða malað kaffi.

Heilar kaffibaunir

Kosturinn við baunir er, að þrátt fyrir aukið vesen, tryggir þú þér að kaffið verði eins ferskt og bragðmikið og kostur er á.  Vanalega eru baunir malaðar rétt áður en hellt er upp á svo bragðið sé ríkt og ferskt. Um leið og kaffibaunin er unnin eða möluð, byrjar hún að eldast hraðar en ella þar sem hún kemst í tæri við loft. Við það missir hún eitthvað af ferskleika sínum, bragð og lykt.  Bragðið á kaffinu verður því alltaf meira með nýmöluðum baunum. En ábyrgðin er um leið sett á þig - neytandann, að mala baunirnar sjálfur.

Mölun

Mölun baunanna sjálfra er vanmetnasta athöfnin í ferlinu, segja sumir. Því þetta snýst víst ekki bara um að henda baununum í einhverja kvörn og mala þetta í ræmur. Það er lykilatriði að eiga góða kvörn. Þetta er kannski farið að hljóma dýrt og mikið vesen. Baunir OG einhver lúxuskvörn? En hlustaðu aðeins: Einfaldar og ódýrar kvarnir eru búnar beittum stálspöðum sem hakka baunirnar í spað og ná ekki jafnri mölun. Baunirnar eru búnar að ganga í gegnum langt og strangt ferli til að komast til þín og eiga því ekki skilið þessa meðferð frá þér. Jöfn mölun er fullkomin mölun, sem þýðir meira og betra bragð.

Malað kaffi

Það hafa þó ekki allir tíma fyrir að mala blessað kaffið sitt, sem krefst bæði tíma og smávægilegra hæfileika. Viljir þú fara öruggu og fljótustu leiðina og njóta kaffis sem einhver hefur malað fyrir þig, er það gott og blessað. Malað kaffi er aðgengilegt, þægilegt og einfalt. Fyrir utan að það sparar dýrmætan tíma á morgnana (á morgnana er allur tími jú dýrmætur).

Ef valið vefst fyrir þér gætir þú spurt þig eftirfarandi lykilspurningu: Hversu oft drekk ég kaffi?

Ef þú ert meðaljón í kaffidrykkju og kýst malað kaffi, ættirðu að geyma kaffið þitt í lokuðum og loftþéttum umbúðum sem ætti að endast þér í 1-2 vikur til að fá sem besta útkomu. Ef sá tímarammi er of stuttur fyrir þig ættirðu mögulega að skoða baunir í staðinn.

Til að draga saman: Baunir eru besta kaffiupplifunin, en henta ekki öllum. Mölunin sjálf er mikilvæg og ætti ekki að vera vanmetin.

xx

Kaffiklúbburinn

 

 

 

Greinarhöfundur

Nína Guðrún

Nína Guðrún elskar mest af öllu súrt kaffi frá Afríku, súkkulaði og hunda.

Kaffiklúbburinn

Hvað er það?

Í hverjum mánuði fá meðlimir tvo skammta af kaffi

Dæmi frá seinustu mánuðum og árum:

Mynd af kaffi mánaðarins Mynd af kaffi mánaðarins Mynd af kaffi mánaðarins Mynd af kaffi mánaðarins Mynd af kaffi mánaðarins Mynd af kaffi mánaðarins

Tvö upprunalönd í hverjum mánuði
(dæmi: Kólumbía og Eþíópía)

Frí heimsending um allt land!

Skrá mig
Hafa samband Skilmálar Við erum á Facebook 461 2000
Kaffiklúbburinn ehf - KT: 521110-0660 - VSK númer: 115631 Suðurlandsbraut 4A