Kaffiklúbburinn - Ferðalag í hverjum bolla

Dýrasta kaffi í heimi

Kopi Luwak er unnið úr kattarkúk

Já þú last rétt!

Kopi Luwak er unnið úr baunum sem Luwak (civic kettir) hafa melt. Luwak kaffi þykir eitt fínasta kaffi sem völ er á og er með því dýrasta í heimi. 

Með nef fyrir gæðum

Luwak kettir hafa þróað með sér nef sem getur þefað uppi allra bestu kaffiberin í hverri kaffiplöntu fyrir sig. Þeir éta þau en skilja hin svo eftir. Berin ferðast í gegnum meltingarkerfið þar sem hátt sýrustig, ensím og önnur efni hafa áhrif á kaffibaunirnar.

Handplokkaður úrgangur

Baunirnar eru handplokkaðar úr úrgangnum og þvegnar. Nú eru þær tilbúnar til ristunar. Þær eru því annað hvort seldar til ristara um heim allan eða ristaðar á staðnum.

Margfalt dýrara en venjulegt kaffi

Luwak baunirnar kosta sirka 30 sinnum meira frá framleiðanda. Luwak bolli á kaffihúsi Í Bandaríkjunum kostar á milli 35-100 dollara (4.000 - 12.000 krónur). Það er mikil eftirspurn eftir Luwak kaffi og framboðið er af skornum skammti. Þrátt fyrir hátt verð hefur fólk mikinn áhuga og flestir virðast vilja prófa.

Heimsóttum kaffiframleiðanda í Indónesíu sem sýndi okkur Luwak framleiðsluna

Í Nóvember heimsóttum við kaffiræktanda í Ubud, Indónesíu. Þeir sýndur okkur hvernig Luwak kaffi er búið til og við fengum að sjálfsögðu að smakka.

Bollinn lýtur meira út eins og kakó á að líta en kaffi. Hann bragðaðist mjög vel, en ég verð samt að viðurkenna að ég hefði aldrei borgað í kringum 10 þúsund krónur fyrir hann. Bollinn kostar þó ekki nema um 1500 kr hérna í Indónesíu.

Kopi Luwak og Kopi Luwak þarf ekki að vera það sama

Það eru til margar týpur af Luwak köttum og gæði berana fer að sjálfsögðu eftir því hvort kettirnir eru staðsettir hjá gæðaplöntum. Auk þess er gott að hafa í huga að það er frekar algengt að fyrirtæki selji falsað Luwak kaffi og því mikilvægt að athuga vel með upprunan ef þú ákveður að kaupa Luwak annarstaðar en beint frá ræktanda.

Lítill fróðleiksmoli

Að lokum vil ég benda ykkur á að "kopi" þýðir kaffi. Sjálfur var ég svo vitlaus þegar ég mætti hingað til Indónesíu að ég spurði um "Kopi Luwak coffee", sem þýðir í rauninni "Luwak kaffi, kaffi".

 

Greinarhöfundur

Óli Tómas

Ég er skoðunarsterkur og hvatvís einstaklingur með stórt ímyndunarafl. Mín uppskrift er einhvernvegin svona: 3 bollar frumkvöðull, 2 bollar forritari og 4 bollar forvitni. Ég er íþróttamaður og er margfaldur íslandsmeistari og methafi í spretthlaupum. Ég þjálfaði einnig Parkour í mörg ár. Einn af mínum helstu eiginleikum er að búa til eitthvað úr engu (eins og t.d Kaffiklúbbinn :D). Einn af mínum helstu göllum er að hlaupa of fljótt af stað í ný verkefni án þess að skilja vandamálið sem á að leysa nógu vel eða átta mig á skuldbindingunni sem fylgir verkefninu.

Kaffiklúbburinn

Hvað er það?

Í hverjum mánuði fá meðlimir tvo skammta af kaffi

Dæmi frá seinustu mánuðum og árum:

Mynd af kaffi mánaðarins Mynd af kaffi mánaðarins Mynd af kaffi mánaðarins Mynd af kaffi mánaðarins Mynd af kaffi mánaðarins Mynd af kaffi mánaðarins

Tvö upprunalönd í hverjum mánuði
(dæmi: Kólumbía og Eþíópía)

Frí heimsending um allt land!

Skrá mig
Hafa samband Skilmálar Við erum á Facebook 461 2000
Kaffiklúbburinn ehf - KT: 521110-0660 - VSK númer: 115631 Suðurlandsbraut 4A